lau 04.júl 2020
[email protected]
Vissi enginn hvort mark Fjölnis taldi
Það átti sér stað furðuleg uppákoma undir lok leiks Fjölnis og Fylkis í Grafarvogi í dag.
Fjölnir skoraði en það vissi enginn hvort að markið fengi að standa eða ekki.
„Hvað í fjandanum gerðist hérna!? Fjölnismenn taka horn og Sigurpáll skallar boltanum í netið. Á nákvæmlega sama tíma flautar Vilhjálmur til leiksloka. Markið hlýtur að standa. Læt vita innan skamms," skrifaði Kristófer Jónsson í beinni textalýsingu.
Kristófer vissi ekki hvort að markið stæði, en fékk það svo staðfest eftir leikinn að það fengi að standa.
Vægast sagt furðulegt. Fylkismenn tóku ekki einu sinni miðju.
|