sun 05.júl 2020
Ítalía: Mjög mikilvćgur sigur fyrir Birki og félaga
Landsliđsmađurinn Birkir Bjarnason var í byrjunarliđi Brescia og spilađi 83 mínútur í mikilvćgum sigri gegn Hellas Verona í ítölsku úrvalsdeildinni.

Brescia tókst ađ knýja fram 2-0 sigur. Fyrra markiđ skorađi 18 ára gamall Andrea Papetti eftir sendingu frá undrabarninu Sandro Tonali sem mun eflaust fara í stórliđ í Evrópu eftir ţessa leiktíđ. Ţađ er miđjumađur sem vert er ađ fylgjast međ í framtíđinni.

Alfredo Donnarumma gulltryggđi svo sigurinn međ marki í viđbótartíma.

Virkilega flottur og mjög mikilvćgur sigur fyrir Íslendingaliđ Brescia sem spyrnir sér af botninum og er núna fimm stigum frá öruggu sćti. Ţađ er enn möguleiki fyrir Birki og félaga.

Atalanta heldur áfram sigurgöngu sinni og er í fjórđa sćti, stigi á eftir Inter, Fiorentina vann útisigur á Parma ţar sem öll mörkin komu af vítapunktinum, Udinese vann Genoa og Sampdoria hafđi betur gegn ţađ sem núna er botnliđ deildarinnar, Spal.

Cagliari 0 - 1 Atalanta
0-1 Luis Muriel ('27 , víti)
Rautt spjald: Andrea Carboni, Cagliari ('26)

Parma 1 - 2 Fiorentina
0-1 Erick Pulgar ('19 , víti)
0-2 Erick Pulgar ('31 , víti)
1-2 Juraj Kucka ('50 , víti)

Udinese 2 - 2 Genoa
1-0 Seko Fofana ('44 )
2-0 Kevin Lasagna ('73 )
2-1 Goran Pandev ('81 )
2-1 Andrea Pinamonti ('90 , Misnotađ víti)
2-2 Andrea Pinamonti ('90 )

Brescia 2 - 0 Verona
1-0 Andrea Papetti ('52 )
2-0 Alfredo Donnarumma ('90 )

Sampdoria 3 - 0 Spal
1-0 Karol Linetty ('11 )
2-0 Karol Linetty ('45 )
3-0 Manolo Gabbiadini ('45 )

Önnur úrslit:
Ítalía: Andri Fannar spilađi í óvćntum sigri Bologna á Inter