fös 10.júl 2020
Mjólkurbikar kvenna: Valur klárađi ÍBV á fyrstu tíu mínútunum
Elín Metta skorađi tvö mörk snemma í leiknum.
Valur 3 - 1 ÍBV
1-0 Elín Metta Jensen ('5 )
2-0 Elín Metta Jensen ('8 )
3-0 Ída Marín Hermannsdóttir ('10 )
3-1 Margrét Íris Einarsdóttir ('93)
Lestu nánar um leikinn.

Valur er fyrsta liđiđ sem tryggir sér sćti í 8-liđa úrslit Mjólkurbikars kvenna eftir ađ hafa sigrađ ÍBV í kvöld.

Öll ţrjú mörk Vals komu á fyrstu tíu mínútum leiksins. Markamaskínan Elín Metta Jensen skorađi fyrstu tvö mörkin og ţađ var svo Ída Marín Hermannsdóttir sem skorađi ţriđja markiđ.

„Mark - Snörp sókn Vals upp hćgra meginn endar međ marki frá Ídu sem hún tekur frákastiđ eftir góđa markvörslu frá Guđnýju frá Elínu," skrifađi Sverrir Örn Einarsson í beinni textalýsingu ţegar hann lýsti ţriđja marki Vals.

ÍBV skorađi svo „Sárabótarmark" eins og Sverrir orđađi ţađ í uppbótartíma og var ţar ađ verki Margrét Íris Einarsdóttir.

Fimm ađrir leikir í 16-liđa úrslitunum fara fram í kvöld og verđur fylgst međ ţeim í beinni textalýsingu hér á Fótbolti.net. Ţrír ţeirra eru ţegar farnir af stađ!