sun 12.júl 2020
Sara og Hallbera gerðu daginn ógleymanlegan fyrir unga fótboltastelpu
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði.
Sara Björk Gunnarsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir gerðu daginn í gær ógleymanlegan fyrir unga fótboltakona.

Bríet Hrefna skoraði flott mark á Símamótinu og bað móður sína að deila markinu á Twitter í von um það að fyrirmyndirnar, Sara og Hallbrera, myndu sjá það.

Sara Björk, landsliðfyrirliði og leikmaður Evrópumeistara Lyon, sá markið og deildi því. „Geggjuð," skrifaði Sara.

Hallbera, fyrirliði Íslandsmeistara Vals, sendi Bríeti einnig kveðju. „Geeeggjað mark. Stuð & fótboltakveðja frá HGG til Bríetar," skrifaði Hallbera.

Símamótið fór fram um helgina þar sem yngstu og efnilegustu stelpur landsins mættu til leiks með leikgleðina í fararbroddi.