sun 12.jl 2020
ttar Magns: etta var ekki fallegt
ttar var sttur me 2-0 sigur HK Krnum fyrr kvld. Leikurinn var erfiur a spila a hans sgn en ttar innsiglai sigur Vkinga me v a skora seinna marki og er ar me binn a skora 6 mrk jafnmrgum leikjum.

„Þetta var ekki fallegt en mjög sætur sigur. Gott að komast aftur á sigurbraut og geggjað að vera ekki á okkar degi en taka samt þrjá punkta.''

Það var mikið um miðjumoð og barning í leiknum og minna um færi, hversu erfitt var að spila leikinn?

„Persónulega fannst mér mjög erfitt að spila þennan leik, það er búið að vera mikið álag á okkur. Ekki mikið um gæði og fallegum fótbolta en það eru úrslitiin sem skipta máli.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Óttar meðal annars markmið í markaskorun og hvort hann stefni á markametið.