fim 23.júl 2020
Meslier keyptur til Leeds (Stađfest)
Franski markvörđurinn Illan Meslier er genginn í rađir Leeds United og búinn ađ skrifa undir ţriggja ára samning viđ félagiđ.

Meslier kom til Leeds ađ láni í janúar og hefur reynst lykilmađur í titilbaráttunni. Leeds vann Championship deildina undir stjórn Marcelo Bielsa og mun spila í úrvalsdeildinni í haust, í fyrsta sinn síđan 2004.

Meslier er ađeins tvítugur og á leiki ađ baki fyrir U18, U19 og U20 landsliđ Frakka.

Meslier fékk ađeins fjögur mörk á sig í tíu deildarleikjum hjá Leeds og kostar félagiđ rétt rúmar 5 milljónir punda.