sun 26.júl 2020
Conte um Messi: Ekki einu sinni á leiđ til Inter í draumaliđsdeildinni
Antonio Conte, ţjálfari Inter, útilokar ađ argentínski snillingurinn Lionel Messi sé á leiđ til félagsins fyrir nćstu leiktíđ.

Messi er 33 ára gamall og af mörgum talinn besti knattspyrnumađur sögunnar. Hann hefur spilađ fyrir Barcelona allan ferilinn og skorađ 633 mörk í 729 leikjum. Ótrúlegar tölur.

„Orđrómurinn sem segir Leo Messi vera á leiđ til Inter er algjör uppspuni. Ekki treysta ţessum fake news. Hann er ekki á leiđ til Inter, ekki einu sinni í draumaliđsdeildinni," svarađi Conte ţegar hann var spurđur út í máliđ.

Inter er í öđru sćti ítölsku deildarinnar sem stendur en á litla sem enga möguleika á ađ ná toppliđi Juventus, sem getur tryggt sér níunda Ítalíumeistaratitilinn í röđ međ sigri gegn Sampdoria í kvöld.

Inter hefur veriđ ađ fá til sín hágćđaleikmenn ađ undanförnu eftir ađ menn á borđ viđ Romelu Lukaku og Christian Eriksen voru keyptir til félagsins.