lau 01.ágú 2020
Bikarinn og veiruáhrif á íslenska boltann á X977 í dag
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net verður í verslunarmannahelgargír á X977 í dag. Þátturinn er alla laugardaga milli 12 og 14.

Elvar Geir Magnússon heldur um stjórnartaumana í dag en Benedikt Bóas Hinriksson og Gísli Þorkelsson verða með honum.

Ingólfur Sigurðsson kemur í Mjólkurbikaruppgjör. Rætt verður um leiki vikunnar í 16-liða úrslitum og fjallað um helstu tíðindi vikunnar.

Púlsinn verður tekinn á Vestmannaeyjum. Daníel Geir Moritz, eigandi ÍBV, verður á línunni en hans menn í Arsenal eru að fara að mæta Chelsea í bikarúrslitaleiknum á Englandi.

Þá kemur Þórir Hákonarson, sérfræðingur þáttarins, og fer yfir allt sem tengist málefnum íslenska boltans nú þegar hlé hefur verið gert á keppni vegna hertra aðgerða yfirvalda í kórónaveirufaraldrinum.

Einnig verður heyrt í Guðna Bergssyni formanni KSÍ.