mán 03.ágú 2020
Musso hélt oftast hreinu í Serie A - Kostar 35 milljónir evra
Argentínski markvörđurinn Juan Musso, sem á einn landsleik ađ baki, hefur reynst frábćr frá komu sinni til Udinese fyrir tveimur árum.

Hann var ekki lengi ađ vinna sér inn byrjunarliđssćti eftir félagaskiptin frá Racing í heimalandinu og spilađi hann alla deildarleiki Udinese á tímabilinu.

Musso varđi 10 skot í 0-1 sigri á Sassuolo í lokaumferđinni og hélt ţar međ hreinu í fjórtán deildarleikjum, einum leik meira en Gianluigi Donnarumma og Samir Handanovic, markverđir AC Milan og Inter.

Musso er 26 ára gamall og var eftirsóttur af Inter í vor, en liđiđ vildi fá hann sem varamarkvörđ fyrir Handanovic.

Musso er samningsbundinn Udinese til 2023 og vill félagiđ ekki selja markvörđinn. Hann er ţó međ söluákvćđi í samningnum sem hljóđar uppá 35 milljónir evra.