fim 10.sep 2020
[email protected]
Óskar Hrafn: Ef þú dekkar ekki Ægi Jarl í hornum, þá skorar hann
 |
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks |
Breiðablik fékk KR í heimsókn á Kópavogsvöll í kvöld í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars karla. KR vann 4-2 sigur og er því komið í undanúrslitin.
„Það er leiðinlegt að vera dottnir út úr bikar en við fengum kannski bara það sem við áttum skilið miðað við varnarleikinn sem við sýndum á köflum í kvöld. Við vorum fínir út á velli með boltann en það gefur lítið ef þú berst ekki í vörninni. Ef þú dekkar ekki Ægi Jarl í hornum, þá skorar hann." Sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks sem var alls ekki sáttur með varnarleik sinna manna í kvöld.
Stefán Ingi Sigurðarson og Brynjólfur Willumsson komu báðir inn á og skoruðu í kvöld og var Óskar ánægður með það upp á framhaldið þótt það gaf þeim lítið í kvöld.
„Þeir komu fínir inn og sömuleiðis Kiddi Steindórs, mjög góð innkoma hjá þeim þrem. Gott að þeir skoruðu, gefur okkur ekki mikið í þessum leik en það gefur þeim sjálfstraust fyrir framhaldið."
|