ţri 22.sep 2020
Myndband: Elín Metta jafnađi eftir langt innkast
Ísland er búiđ ađ jafna gegn Svíţjóđ í leik liđanna í undankeppni fyrir EM 2021. Leikiđ er á Laugardalsvelli og er um uppgjör toppliđanna í riđlinum ađ rćđa. Leikurinn er í opinni dagskrá á Stöđ 2 Sport.

Stađan var 0-1 fyrir Svíţjóđ í hálfleik en á 61. mínútu jafnađi Elín Metta Jensen metin eftir langt innkast frá Sveindísi Jane Jónsdóttur.

„JÁJÁJÁJÁ!!! VIĐ EIGUM ŢETTA SVO SKILIĐ.
Sveindís međ enn eitt langt innkast og boltinn skoppar til Elínar sem skallar framhjá Musovic í markinu. Ivönu dómara tókst ekki ađ finna neitt ţarna sem hún gat dćmt á.
Algjörlega frábćrt, höfum veriđ grimmar í seinni,"
skrifađi Helga Katrín Jónsdóttir í beinn textalýsingu frá Laugardalsvelli.

Stađan er 1-1 ţegar leiknar hafa veriđ 71 mínútur af leiknum. Mark Elínar var hennar 16 landsliđsmark í 51 landsleik.Twitter um markiđ: