fim 24.sep 2020
Bonatini fer frítt frá Wolves (Stađfest)
Brasilíski sóknarmađurinn Léo Bonatini hefur yfirgefiđ Wolves til ađ ganga í rađir Grasshopper í Sviss.

Bonatini er 26 ára og átti stóran ţátt í sigri Wolves á Championship titlinum 2018 ţar sem hann skorađi tólf mörk í 43 leikjum. Hann spilađi ađeins sjö leiki í úrvalsdeildinni og var í kjölfariđ lánađur til Nottingham Forest og Vitoria Guimaraes í Portúgal.

Bonatini átti erfitt uppdráttar á láni og telur Nuno Espirito Santo sig ekki hafa not fyrir sóknarmanninn. Hann á tvö ár eftir af samningi sínum og hefur ţví veriđ sendur á tveggja ára lánssamningi til Sviss.

Hjá Grasshopper hittir hann Connor Ronan, Tote Gomes og Renat Dadashov sem eru allir hjá svissneska félaginu ađ láni frá Wolves.

Sky Sun, fyrrum međlimur í stjórn Úlfanna, er forseti Grasshopper.