fim 24.sep 2020
Hver er leikmaður annars þriðjungs? - Taktu þátt í kosningunni
Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður Breiðabliks, var valin best í fyrsta þriðjungi
Fótbolti.net og Bose taka höndum saman og velja besta leikmann hvers þriðjungs í Pepsi Max-deildunum.

Heimavöllurinn velur fjóra leikmenn sem tilnefndir eru sem bestar í öðrum þriðjungi í kvennaflokki.

Lesendur Fótbolta.net velja milli þeirra fjögurra. Leikmaðurinn sem vinnur fær svo verðlaun frá Bose.

Hún fær Bose SoundSport Free, þráðlaus íþrótta heyrnartól. - Sjá nánar.

Sérfræðingar Heimavallarins hafa tilnefnt fjóra leikmenn sem þá bestu í öðrum þriðjungi.

Það eru Agla María Albertsdóttir (Breiðablik), Elín Metta Jensen (Valur), Phoenetia Browne (FH), Sveindís Jane Jónsdóttir (Breiðablik).

Taktu þátt í kosningunni á Twitter síðum Fótbolta.net og Heimavallarins.