fim 24.sep 2020
Erfiš kvešjustund Suarez: Ętlar aš sżna sig hjį Atletico
„Žetta kemur mér svo į óvart. Ég var ekki undirbśinn undir žetta," sagši Luis Suarez į fréttamannafundi ķ dag žar sem hann kvaddi Barcelona.

Barcelona hefur selt hinn 33 įra gamla Suarez til Atletico Madrid į 5,5 milljónir punda en hann var ekki ķ įętlunum hjį Ronald Koeman, nżjum žjįlfara Börsunga.

„Félagiš žarf į breytingum aš halda og žjįlfarinn treysti ekki į mig. Ég vil sżna aš ég get ennžį spilaš į mešal žeirra bestu," sagši Suarez.

„Ég er spenntur fyrir žvķ aš ganga ķ rašir Atletico Madrid en ég hef ekki hugsaš um žaš hvernig žaš veršur aš spila į móti Barcelona. Ég hef ekki alveg įttaš mig į žessu ennžį."

Fréttamannafundurinn hjį Suarez var tilfinningažrunginn en hann kvešur Barcelona meš miklum söknuši.