fim 24.sep 2020
Kasakstan: Rúnar Már byrjaði í dramatískum sigri
Rúnar Már Sigurjónsson.
Rúnar Már Sigurjónsson var í eldlínunni með Astana í úrvalsdeildinni í Kasakstan í dag.

Rúnar spilaði 85. mínútu í dramatískum sigri Astana gegn Kaisar á útivelli.

Staðan var markalaus þegar Rúnar fór af velli en stuttu eftir að íslenski miðjumaðurinn fór af velli þá skoraði Zarko Tomasevic eina mark leiksins.

Astana er í öðru sæti deildarinnar með 18 stig úr níu leikjum, sex stigum frá toppliði Kairat.

Rúnar Már gerir að sjálfsögðu tilkall í landsliðshópinn í næsta mánuði. Þá mætum við Rúmeníum í afar mikilvægum leik í umspili fyrir EM sem fram fer næsta sumar.