fim 24.sep 2020
Damir: Hlakka til að sjá Aron Bjarna aftur
Damir Muminovic leikmaður Breiðabliks
„Bara mjög glaðir. Stolltur af liðinu, frábær liðsheild sem við sýndum í dag og langt síðan við unnum leik þannig það var bara frábært að vinna." voru fyrstu viðbrögð Damir Muminovic leikmann Breiðabliks

Breiðablik byrjaði í leikkerfinu 4-4-3 í kvöld og Damir Muminovic byrjaði í bakverði í kvöld sem er ekki hans venjulega staða.

„Mér fannst það bara drullu gaman, þetta var nýtt fyrir mér en ég reyndi að gera eins vel og ég gat og það tókst svona ágætlega."

Breiðablik voru sterkari aðilinn í leiknum í kvöld, sækja meira og fá mark frá Alexi Þór í andlitið en Breiðablik sýndi karakter og snéru leiknum sér í vil.

„Mér fannst við bossa leikinn frá fyrstu mínútu, svo kemur eitthvað draumamark hjá Alex, hann er vanur að skora svona mörk en síðan rísum við bara upp og klárum leikinn."

Það er þétt leikið í deildinni þessa dagana og Breiðablik mætir toppliði Vals í næstu umferð. Hvernig lýst Damir á það verkefni?

„Bara mjög vel. Alltaf gaman að spila stórleiki og ég hlakka til að sjá Aron Bjarna aftur, angt síðan ég hef séð hann þannig það er bara gaman."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.