lau 26.sep 2020
Enski bikarinn: London rauð - Arsenal áfram í bikarnum
Lisa Evans skoraði þrennu fyrir Arsenal.
Arsenal 4 - 0 Tottenham
1-0 Jordan Nobbs ('72)
2-0 Lisa Evans ('73)
3-0 Lisa Evans ('84)
4-0 Lisa Evans ('90)

Arsenal er komið áfram í undanúrslit enska bikarsins. Liðið hafði betur gegn nágrönnum sínum í Tottenham í kvöld.

Staðan var markalaus alveg fram á 72. mínútu en þá skoraði Jordan Nobbs fyrir Arsenal. Svo var röðin komin að Lisu Evans, sem fór á kostum eftir mark Nobbs.

Evans bætti við öðru marki á 73. mínútu, kom Arsenal í 3-0 á 84. mínútu og fullkomnaði síðan þrennu sína í uppbótartímanum.

Lokatölur 4-0 fyrir Arsenal og London er rauð. Á morgun klárast 8-liða úrslitin í bikarnum, Arsenal mætir annað hvort Leicester eða Manchester City í undanúrslitunum.