lau 26.sep 2020
Kjartan: Veit ekki betur en a­ vi­ h÷fum a­ stˇrum hluta veri­ a­ spila ß mˇti Ýslenska landsli­inu Ý dag
Fylkir tók í dag á móti toppliði Vals í Pepsi-Max deild kvenna. Þar unnu Valsstelpur stórsigur og styrktu þar með stöðu sína á toppnum. Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, var nokkuð brattur eftir leik þrátt fyrir slæmt tap:


"Þetta var fullstórt en ég held að ansi margir leikmenn hafi fengið sinn fyrsta leik í kvöld og ég var virkilega ánægður með þær. Þetta er búin að vera svolítil bras vika, sóttkví, meiðsli, spjöld og alls konar. Við vissum hvernig þessi leikur gæti farið og vorum alveg undirbúin undir það"
 
"Við erum  með alltof marga 2. flokks leikmenn í kringum okkur sem hafa ekki verið á æfingum hjá okkur og við erum að spila svoleiðis í dag. Það er kannski klikkið. Við erum búin að missa svolítið marga menn úr byrjunarliðinu, vorum að telja 6-7 sem er svolítið mikið fyrir okkur. Ég get ekki sagt að þetta hafi verið fínn leikur en kannski ágætis leikur í reynslubankann þar sem við erum að láta unga leikmenn fara inná og fá reynslu og vonandi skilar það sér."

Er Kjartan sáttur með gengi síns liðs í sumar?
 
"Ég get ekki verið ósáttur. Ég hefði átt að vinna fleiri stig í sumum leikjum en mér hefur líka verið sagt að við höfum tekið þónokkur stig sem við áttum ekki að fá. Við höfum bæði átt góða leiki en líka ansi slaka."

Hvað þarf að gera til að brúa bilið á milli efstu tveggja liðanna og næstu liða?
 
"Ef einhver myndi hugsanlega skína í Fylki þá er hún líklegast komin í Breiðablik eða Val. Það er sennilega það sem segir til um hvort þetta bil verði eitthvern tímann brúað. Þessi deild hefur aldrei verið sterkari og jafnari og fullt af flottum liðum sem er mjög jákvætt. Við sjáum nú hvað íslenska landsliðið var að gera, veit ekki betur en að við höfum að stórum hluta verið að spila á móti þeim í dag. Stelpur sem hafa verið að spila í 3. Og 2. flokki voru að stíga sín fyrstu skref í dag og stóðu bara seinni hálfleikinn ágætlega miðað við íslenska landsliðið."