lau 26.sep 2020
HlÝn EirÝks: Miklu ■Šgilegra en vi­ bjuggumst vi­
Fylkir tók í dag á móti toppliði Vals í Pepsi-Max deild kvenna. Þar unnu Valsstelpur stórsigur og styrktu þar með stöðu sína á toppnum. Hlín Eiríks var að vonum sátt með sigurinn:


"Þetta var miklu þægilegra en við bjuggumst við. Ég hélt þær væru sterkari og þær voru miklu sterkari í fyrri leiknum en við komum bara inn sterkar og skoruðum snemma sem hjálpaði okkur. En þetta var bara frekar þægilegt ég verð að viðurkenna það."
 
"Þetta var bara mjög solid og við byggjum ofan á þetta. Mér fannst við halda boltanum vel og vera þolinmóðar. Við sækjum oft á svona fyrirgjafir út í teig en það var lokað í dag og þá bara fengum við háa bolta inn sem Mist skallaði. Við unnum á því sem þær voru veikar í."

Í næstu umferð fer fram "úrslitaleikur" deildarinnar þar sem Valur tekur á móti Blikum. Fyrri leikur liðanna endaði með 4-0 sigri Blika. Hvernig leggst sá leikur í Valsliðið?

"Það leggst bara mjög vel í okkur. Gaman að ná að vinna alla leikina fram að þessum leik og þá fáum við svona úrslitaleik, en eigum að sjálfsögðu eftir tvo leiki eftir það. En við fáum samt spennandi toppslag og ætlum að standa okkur betur en síðast á móti þeim."