lau 26.sep 2020
Eydís Lilja: Við erum ótrúlega samstíga lið
Eydís Lilja Eysteinsdóttir, leikmaður Gróttu.
„Já úr því sem komið var, en samt nei auðvitað hefðu við viljað klára þetta.“  sagði Eydís Lilja Eysteinsdóttir, leikmaður Gróttu eftir 4-4 jafntefli við Völsung í Lengjudeild kvenna í dag.

„Mér fannst við sýna karakter í seinni hálfleik.“

„Já ég verð eiginlega að segja það að þær eru búnar að bæta sig mjög mikið og vel spilandi stelpur og mikill munur á þeim frá því að við spiluðum við þær síðast. Ég verð eiginlega að hrósa þeim.“

„Mér fannst við mikið sterkari í seinni hálfleik. Stelpurnar sem komu inn komu inn með mikinn kraft og ég held að við höfum eitthvernveginn bara svona gefið eitthvað meira, svona extra í seinni hálfleikinn.“

„Við höfum ennþá trú á þessu og við erum ótrúlega samstíga lið og ég hef bara mikla trú á því að baráttan í seinni hálfleik hafið verið svona svolítið byrjunin á góðum lokum og við ætlum að reyna klára þetta með stæl.“


Viðtalið í heild má nálgast í spilaranum hér að ofan.