sun 27.sep 2020
Byrjunarlið ÍA og Víkings R: Mikið um bönn og meiðsli
Kári Árnason er meiddur er ekki með í dag.
Sindri Snær er ekki með ÍA í dag vegna leikbanns.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Núna kl 14:00 hefst leikur ÍA og Víkings R. á Norðurálsvellinum á Akranesi. Þetta er leikur númer sautján hjá ÍA en númer sextán hjá Víkingum. Skagamenn sitja fyrir leikinn í 7. sæti deildarinnar með 20 stig en Víkingar sitja í því 10. með 15 stig og geta með óhagstæðum úrslitum í dag dregist niður í fallbaráttuna af fullri alvöru.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum

Jóhannes Karl þjálfari ÍA gerir þrjár breytingar á byrjnurliðinu frá því í sigrinum á móti Fjölni í síðasta leik. Út fara þeir Sindri Snær Magnússon, Hallur Flosason og Sigurður Hrannar Þorsteinsson. Í þeirra stað koma Aron Kristófer Lárusson, Jón Gísli Eyland og Marcus Johansson.

Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings gerir fjórar breytingar á sínu liði frá tapinu gegn Fylki í síðasta leik. Út fara Kári Árnason, Dofri Snorrason, Davíð Örn Atlason og Kwame Quee. Í þerra stað koma Sölvi Geir Ottesen, Viktor Örlygur Andrason, Atli Barkarson og Adam Ægir Pálsson.

Byrjunarlið ÍA
12. Árni Snær Ólafsson (m)
3. Óttar Bjarni Guðmundsson
4. Aron Kristófer Lárusson
6. Jón Gísli Eyland Gíslason
10. Tryggvi Hrafn Haraldsson
16. Brynjar Snær Pálsson
17. Gísli Laxdal Unnarsson
18. Stefán Teitur Þórðarson
19. Ísak Snær Þorvaldsson
22. Steinar Þorsteinsson
93. Marcus Johansson

Byrjunarlið Víkings R.
1. Ingvar Jónsson (m)
6. Halldór Smári Sigurðsson
7. Erlingur Agnarsson
8. Sölvi Ottesen (f)
13. Viktor Örlygur Andrason
15. Kristall Máni Ingason
17. Atli Barkarson
19. Adam Ægir Pálsson
20. Júlíus Magnússon
22. Ágúst Eðvald Hlynsson
28. Halldór Jón Sigurður Þórðarson