sun 27.sep 2020
Logi Hrafn: Draumur síðan ég var lítill
Logi Hrafn Róbertsson, fæddur 2004, lék sinn fyrsta byrjunarliðsleik fyrir uppeldisfélag sitt FH í dag í 1-0 sigri á Fjölni.  Hvernig var upplifunin?

"Þetta er frábær tilfinning, búinn að vera draumur síðan ég var lítill, þetta var geðveikt - geggjað!"

FH hafa verið að spila nokkrum uppöldum ungum mönnum í sumar.

"Við erum með sterkan annan flokk og mér finnst það mjög sterkt hjá félaginu að taka inn stráka þaðan í meistaraflokkinn."

Leikurinn í dag var haustlegur.

"Völlurinn var þungur og pollar á honum svo maður þurfti að sparka fast í hann, þetta var ekkert frábær fótboltaleikur en datt í endann fyrir okkur.

Ég var ekkert stressaður, var viss um að þetta myndi detta fyrir okkur í lokin."


Frekar er rætt við Loga Hrafn í viðtalinu sem fylgir fréttinni.