sun 27.sep 2020
Agla María: Unnum stórt síðast
Agla María á sprett, í leik fyrr í sumar.
Agla María skoraði tvö og lagði upp jafn mörg mörk í 8-0 sigri Breiðabliks á ÍBV á Kópavogsvelli í dag. Agla María var valin maður leiksins af Fótbolta.net fyrir frammistöðu sína en hún var ánægð með leik Blikaliðsins og var eðlilega farin að hugsa um lekinn gegn Val eftir 6 daga.

„Ég er bara mjög ánægð, gott að vinna þennan leik svona stórt, sérstaklega fyrir næsta leik.“
Blikaliðið er búið að vera að spila frábærlega í sumar og fara á flugi inn í stórleikinn gegn Val um næstu helgi. Hvernig er stemningin í hópnum?

„Við erum bara peppaðar. Við náttúrulega unnum þær stórt síðast en þetta er alveg nýr leikur. Gott að fara inn í leikinn núna.“

„Við stefnum að því að vinna þær.“

Agla María hefur verið fastamaður í íslenska landsliðhópnum undanfarin ár og var valin í hópinn fyrir verkefnin gegn Lettlandi og Svíþjóð fyrr í mánuðinum en hún fékk ekki mínútu í þeim leikjum. Hvað finnst Öglu um það?

„Ég er náttúrulega mjög ósátt með að fá ekki að spila. Ég tel mig hafa staðið mig mjög vel í sumar þannig að mér finnst að minnsta kosti að fá einhverjar mínútur en það er ekki mitt að velja. Eina sem ég gert er að standa mig vel hérna og ég reyni að gera.“

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.