mán 28.sep 2020
Leiknir skipti í varabúningana sína í hálfleik
Hver er hvađ? Áhorfendur áttu í erfiđleikum međ ađ sjá liđin í sundur í Breiđholtinu.
Undarleg uppákoma varđ í leik Leiknis og Aftureldingar um helgina ţegar leikmenn Leiknis tóku ţá ákvörđun ađ skipta um búninga í hálfleik og mćta í varabúningunum í seinni hálfleik.

Leiknir leikur í vínrauđum og bláum búningum allajafna og fyrir leikinn hafđi Afturelding samband viđ dómara leiksins og spurđi hvort ţeir mćttu spila í rauđum búningum sínum og fengu ţađ samţykkt.

Ţeir tóku ţó svarta varasettiđ međ sér í leikinn og ţegar ţangađ var komiđ ákvađ Gunnar Freyr Róbertsson dómari ađ láta ţá spila í svarta settinu.

Ţannig fór leikurinn í gang en erfitt var ađ sjá mun á liđunum og sér í lagi í sjónvarpsútsendingu á Stöđ 2 Sport en leikiđ var í mikilli rigningu sem gerđi búningana enn dekkri.

Leiknismenn tóku ţví ákvörđun ađ mćta í seinni hálfleikinn í hvítum varabúningum sínum en myndir úr fyrri og seinni hálfleik má sjá međ ţessari frétt.