mán 28.sep 2020
KR-ingar „hundósáttir" ađ spila á gervigrasinu í Egilshöll
Páll Kristjánsson formađur knattspyrnudeildar KR.
KR-ingar eru svekktir međ ađ leikur liđsins gegn Fjölni í Pepsi Max-deildinni fari fram í Egilshöll ţann 15. október nćstkomandi.

Extra-völlurinn í Grafarvogi er farinn ađ láta á sjá eftir sumariđ og Fjölnir mun spila síđustu leiki sína á tímabilinu inn í Egilshöll.

KR-ingar létu hressilega í sér heyra eftir ađ Gunnar Ţór Gunnarsson sleit krossband í leik gegn Vćngjum Júpíters í Egilshöll í júní. Emil Ásmundsson sleit einnig krossband í leik međ KR í Egilshöll síđastliđinn vetur.

Egilshöll er í eigu Reginn fasteignafélags og KR skođađi međal annars hvort grundvöllur vćri fyrir bótarétti eftir meiđsli Gunnars Ţórs.

Nú er ljóst ađ KR mun mćta Fjölni í Egilshöllinni í október.

„Viđ getum lítiđ gert í ţessu. Ţetta er varavöllur Fjölnismanna og ef KSÍ heimilar völlin og hann uppfyllir skilyrđi ţá má spila ţar," sagđi Páll Kristjánsson formađur knattspyrnudeildar KR.

„Viđ erum hundósáttir viđ ađ spila á ţessu grasi og höfum látiđ ţađ í ljós áđur međ kvörtunum hingađ og ţangađ. Ţađ er vonandi ađ völlurinn verđi í toppstandi ţegar ađ ţessu kemur. Viđ erum ekkert sáttir en mađur er ekki alltaf sáttur."