fim 01.okt 2020
Dregið í deildabikarnum: Arsenal og Everton taka á móti Manchester-liðunum
Manchester City hefur titil að verja.
Búið er að draga í 8-liða úrslit deildabikarsins eftir að Arsenal sló Liverpool út í síðasta leik 16-liða úrslitanna.

Þar er stórleikur á dagskrá þegar Arsenal tekur á móti Manchester City á Emirates leikvanginum. Lærisveinar Pep Guardiola eru ríkjandi deildabikarmeistarar en Arsenal vann FA-bikarinn á síðasta tímabili.

Annar stórleikur er í Liverpool, þar sem Gylfi Þór Sigurðsson og félagar taka á móti Manchester United.

Championship lið Brentford og Stoke City eiga svo heimaleiki. Brentford tekur á móti Newcastle á meðan Stoke mætir Tottenham.

Leikirnir fara fram í desember.

8-liða úrslit:
Arsenal - Man City
Everton - Man Utd
Stoke - Tottenham
Brentford - Newcastle