mán 05.okt 2020
[email protected]
Ágúst Hlyns kynntur hjá Horsens (Staðfest)
 |
Ágúst gerði fjögurra ára samning í Danmörku. |
Ágúst Eðvald Hlynsson hefur gert fjögurra ára samning við danska félagið Horsens.
Hann er kynntur á heimasíðu félagsins en þessi tvítugi leikmaður er sagður vera hugsaður til framtíðar og geta nýst á kantinum eða sem sóknarmiðjumaður.
Það er búinn að vera áhugi í allt sumar en svo fór þetta á fullt á síðustu dögum," sagði Ágúst, sem er tvítugur, í viðtali eftir 2-2 jafntefli Víkings og KA í Pepsi Max-deildinni í gær. Það var síðasti leikur hans með Víkingum.
Hvernig leggst það í Ágúst að fara til liðs sem situr á botninum í dönsku deildinni og hvernig lítur hann til baka á tíma sinn hjá Víkingi?
„Ég vona að ég nái að breyta einhverju hjá þessu liði! Þetta eru búin að vera tvö frábær ár í Víkinni. Ég er búinn að spila eiginlega alla leiki og mér finnst mér hafa gengið vel, náði að vinna titil með frábærum leikmönnum og þjálfurum svo þetta er búið að vera virkilega gaman."
|