fös 23.okt 2020
Áhugi á Telmo Castanheira úr Pepsi Max-deildinni
Telmo Castanheira, leikmaður ÍBV, er trúlega á leið frá félaginu eftir tímabilið. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins.

Samkvæmt þeim hefur að minnsta kosti eitt félag í Pepsi Max-deildinni sýnt miðjumanninum áhuga.

Telmo er Portúgali sem ólst upp hjá Porto en gekk í raðir ÍBV í fyrra. Hann var valinn bestur hjá ÍBV þegar liðið féll úr Pepsi Max-deildinni í fyrra.

Telmo er 28 ára gamall og hefur einungis skorað í bikarkeppnnni á þessari leiktíð.