lau 24.okt 2020
[email protected]
England: Markalaust í leiðinlegum stórslag á Old Trafford
 |
Thiago Silva og Edinson Cavani mættust í fyrsta sinn eftir mörg ár saman hjá PSG. |
Man Utd 0 - 0 Chelsea
Manchester United og Chelsea gerðu markalaust jafntefli í bragðdaufum leik á Old Trafford í dag.
Mikið jafnræði ríkti með liðunum þar sem heimamenn í Man Utd fengu þó betri færi en gestirnir úr Chelsea heimtuðu vítaspyrnu í fyrri hálfleik.
Thiago Silva var í byrjunarliði Chelsea og kom Edinson Cavani inn af bekknum í liði Man Utd. Silva átti mjög góðan leik og var Cavani nálægt því að skora með sinni fyrstu snertingu en skot hans fór í hliðarnetið.
Marcus Rashford komst nálægt því að gera sigurmark í uppbótartíma en Edouard Mendy, sem var ekki langt frá því að gera afar skoplegt sjálfsmark í fyrri hálfleik, varði vel.
Chelsea er með níu stig eftir sex umferðir. Man Utd er með sjö stig eftir fimm.
|