þri 27.okt 2020
[email protected]
Hópsmit hjá Lazio - Bara tólf á æfingu í morgun
 |
Simone Inzaghi, stjóri Lazio. |
Aðeins tólf leikmenn ítalska liðsins Lazio æfðu í morgun en liðið á að mæta Club Brugge í Belgíu í Meistaradeildinni á morgun.
Luis Alberto, Ciro Immobile, Andreas Pereira, Lucas Leiva, Manuel Lazzari, Danilo Cataldi, Luiz Felipe og Thomas Strakosha voru meðal leikmanna sem æfðu ekki.
Sögusagnir eru í gangi um að hópsmit hafi átt sér stað innan leikmannahópsins en beðið er eftir tilkynningu frá Lazio.
Frekari fréttir af málinu koma inn þegar þær berast.
|