fös 20.nóv 2020
Þrír norskir landsliðsmenn með kórónuveiruna
Þrír norskir landsliðsmenn hafa greinst með kórónuveiruna í þessari viku.

Um er að ræða þá Patrick Berg (Bodö/Glimt), Markus Henriksen (Rosenborg) og Marius Lode (Bodö/Glimt).

Omar Elabdellaoui, leikmaður Noregs, greindist með kórónuveiruna um síðustu helgi og í kjölfarið var leik liðsins gegn Rúmeníu aflýst.

Leikmenn norska landsliðsins fóru í sóttkví og varalið var sent til leiks í leik gegn Austurríki á miðvikudaginn.

Undanfarna daga hafa síðan þrír leikmenn greinst smitaðir.