fös 20.nóv 2020
Guðmann framlengir við FH (Staðfest)
Varnarmaðurinn reyndi Guðmann Þórisson hefur framlengt samning sinn við FH um eitt ár.

Hinn 33 ára gamli Guðmann spilaði fjórtán leiki með FH í Pepsi Max-deildinni á nýliðnu tímabili.

„Við FH-ingar þekkjum Guðmann vel enda hefur hann spilað hátt í 80 leiki fyrir FH í deild og bikar. Guðmann átti frábært tímabil í ár og er því mikill fengur að hafa tryggt sér krafta hans áfram," segir á Facebook síðu FH.

„Við FH-ingar óskum Guðmanni innilega til hamingju með nýjan samning og hlökkum til að fylgjast með honum loka vörninni á komandi tímabili."

Guðmann er uppalinn hjá Breiðabliki en hann lék með FH frá 2012 til 2015 áður en hann fór í KA. Eftir þrjú ár á Akureyri sneri hann aftur í FH fyrir sumarið 2019.