fös 20.nóv 2020
Holland: Ekkert fær stöðvað Elías Má - 10 mörk í 8 leikjum
Excelsior 4 - 1 Jong AZ

Elías Már Ómarsson var á sínum stað í byrjunarliði Excelsior þegar liðið mætti varaliði AZ Alkmaar, Jong AZ, í dag.

Elías Már er langmarkahæsti leikmaður hollensku B-deildarinnar og hann bætti við enn einu markinu í 4-1 sigri.

Elías skoraði fyrsta mark leiksins á 56. mínútu eftir undirbúning frá Dylan Seys. Elías lék allar níutíu mínúturnar í leiknum.

Hann hefur alls skoraði fimmtán mörk í þrettán deildarleikjum. Í síðustu átta leikjum Excelsior hefur Keflvíkingurinn skorað tíu mörk. Excelsior er þessa stundina í 8. sæti með tuttugu stig eftir þrettán leiki.