fös 20.nóv 2020
Championship: Útiliðið gerði jafntefli á heimavelli
Marko ver vel.
Coventry 0 - 0 Birmingham

Fyrsta leik 12. umferðar í ensku Championship deildinni lauk með markalausu jafntefli.

Coventry tók á móti Birmingham á St. Andrew's sem er heimavöllur Birmingham. Coventry leikur heimaleiki sína á St. Andrew's á meðan liðið getur ekki leikið á Ricoh Arena.

Mikið jafnræði var með liðinu en Lukas Jutkiewicz átti sennilega besta tækifæri leiksins til að skora en Marko Marosi í marki Coventry bjargaði vel.

Birmingham er með fjórtán stig í 14. sæti en Coventry er með níu stig í 21. sæti.