lau 21.nóv 2020
[email protected]
Spánn í dag - Atleti mætir Barca í risaleik
Fjórir leikir eru á dagskránni í spænsku La Liga í dag. Stöð 2 Sport sýnir valda leiki úr deildinni.
Villarreal tekur á móti Real Madrid klukkan þrjú og í kjölfarið mætir Sevilla liði Celta Vigo.
Dagskránni lýkur með viðureign Atletico Madrid og Barcelona í stórleik umferðarinnar. Luis Suarez fær ekki tækifæri á að mæta sínum fyrrum liðsfélögum þar sem hann er með Covid.
Spánn: La Liga 13:00 Levante - Elche
15:15 Villarreal - Real Madrid
17:30 Sevilla - Celta
20:00 Atletico Madrid - Barcelona
|