sun 22.nóv 2020
[email protected]
Hvernig verður byrjunarlið Liverpool í kvöld?
Í kvöld taka Englandsmeistarar Liverpool á móti Leicester í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn verður klukkan 19:15.
Í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 var rætt við Kristján Atla Ragnarsson, sérfræðing þáttarins um enska boltann, og meðal annars rýnt í mögulegt byrjunarlið Liverpool.
Á meðfylgjandi mynd má sjá líklegt byrjunarlið að mati Guardian.
Fyrirliði Liverpool, Jordan Henderson, er frá vegna nárameiðsla sem hann hlaut í landsliðsverkefni.
Trent Alexander-Arnold, Joe Gomez og Virgil van Dijk eru á meiðslalistanum.
Fabinho, Thiago Alcantara og Alex Oxlade-Chamberlain gætu spilað.
Hlustaðu á útvarpsþáttinn í spilaranum hér að neðan.
|