sun 22.nóv 2020
Þýskaland í dag - Tveir leikir á dagskrá
Tveir leikir eru á dagskrá í þýska boltanum í dag en Freiburg mætir meðal annars Mainz.

Mainz er í neðsta sæti deildarinnar með aðeins eitt stig á meðan Freiburg er í 14. sæti með 6 stig.

Þá mætast Köln og Union Berlin. Köln er í 16. sætinu á meðan Union Berlin hefur komið á óvart og er með 12 stig í 6. sæti.

Leikir dagsins:
14:30 Freiburg - Mainz
17:00 Köln - Union Berlin