sun 22.nóv 2020
Spánn í dag - Toppliðið mætir spútnikliði Cadiz
Real Sociedad er á toppnum
Fjórir leikir fara fram í spænsku deildinni í dag en hæst ber að nefna leik Cadiz og Real Sociedad.

Sociedad hefur verið á góðu skriði í byrjun tímabils og er í toppsætinu með 20 stig en liðið getur náð þriggja stiga forystu á Atlético Madríd.

Sociedad mætir Cadiz sem er í 6. sæti og hefur gert vel í byrjun tímabils. Alaves mætir þá Valencia í lokaleik dagsins en hér fyrir neðan má sjá alla leikina.

Leikir dagsins:
13:00 Eibar - Getafe
15:15 Cadiz - Real Sociedad
17:30 Granada CF - Valladolid
20:00 Alaves - Valencia