þri 24.nóv 2020
Jói Berg spilaði sinn hundraðasta úrvalsdeildarleik
Jói Berg er kominn með 100 úrvalsdeildarleiki.
Íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson lék í gær sinn 100. leik í ensku úrvalsdeildinni.

Hann var í byrjunarliði Burnley og lék fyrstu 67 mínúturnar þegar liðið kom sér upp úr fallsæti með fyrsta deildarsigri sínum á tímabilinu. Chris Wood skoraði eina markið í 1-0 sigri gegn Crystal Palace.

Jóhann Berg var nálægt því að fagna áfanganum með marki en hann átti sláarskot í seinni hálfleiknum.

Morgunblaðið tók það saman að Jóhann Berg er sjötti Íslendingurinn til að ná 100 leikjum í ensku úrvalsdeildinni.

Her­mann Hreiðars­son er leikja­hæst­ur en hann lék 322 leiki í deild­inni. Gylfi Þór Sigurðsson, Eiður Smári Guðjohnsen, Guðni Bergsson og Grétar Rafn Steinsson eru einnig í 100 leikja klúbbnum.