mið 25.nóv 2020
Messi: Diego er eilífur
„Þetta er sorgardagur fyrir Argentínumenn og fyrir fótboltaheiminn," segir Lionel Messi um andlát Diego Armando Maradona.

Maradona lést í dag, sextugur að aldri. Samkvæmt argentískum fjölmiðlum fékk hann hjartaáfall á heimili sínu.

Messi og Maradona eru tveir bestu fótboltamenn í sögu Argentínu og tveir af bestu fótboltamönnum sögunnar.

Messi spilaði undir stjórn Maradona í argentíska landsliðinu frá 2008 til 2010. Messi sendir samúðarkveðjur til fjölskyldu Maradona.

„Hann fer frá okkur, en hann er samt ekki að fara neitt því Diego er eilífur. Ég á margar fallegar minningar með honum og ég sendi samúðarkveðjur til fjölskyldu hans."