lau 28.nóv 2020
Danmörk: Elías hélt hreinu - Andri Rúnar meiddist í sigri
Elías Rafn á U21 landsliðsæfingu
Tvö Íslendingalið áttu leiki í dönsku B-deildinni. Fredericia vann útisigur á Skive og Esbjerg vann útisigur á Köge.

Elías Rafn Ólafsson hélt hreinu í marki Fredericia í 4-0 sigri. Elías er á láni frá FC Midtjylland.

Andri Rúnar Bjarnason var í byrjunarliði Ólafs Helga Kristjánssonar en varð að fara af velli á 34. mínútu vegna meiðsla. Þá var staðan 0-0.

Esbjerg skoraði mörkin tvö á 52. mínútu og 55. mínútu.

Viborg er í toppsætinu með 33 stig. Fredericia og Esbjerg eru í 2.- 3. sæti með 26 stig, Esbjerg á leik til góða. Silkeborg er svo í fjórða sætinu með 25 stig.