sun 29.nóv 2020
Ítalía í dag - Milan án síns besta manns
Zlatan er búinn ađ vera stórkostlegur á tímabilinu.
Ţađ er alltaf nóg um ađ vera í ítalska boltanum á sunnudögum. Í dag eru fimm leikir á dagskrá.

Lazio spilar viđ Udinese í hádeginu og klukkan 14:00 eru tveir leikir. Andri Fannar Baldursson og félagar í Bologna mćta Crotone. Vonandi fćr Andri ađ spreyta sig en hann hefur ekki fengiđ margar mínútur í deildinni á tímabilinu til ţessa.

Zlatan Ibrahimovic verđur fjarri góđu gamni ţegar AC Milan tekur á móti Fiorentina. Milan hefur fariđ frábćrlega af stađ á tímabilunu og hinn 39 ára gamli Zlatan er stór ástćđa ţess. Hann er kominn međ tíu mörk í sex deildarleikjum, en er frá vegna meiđsla í dag.

Cagliari mćtir Spezia klukkan 17:00 og í lokaleik dagsins mćtast Napoli og Roma.

sunnudagur 29. nóvember
11:30 Lazio - Udinese
14:00 Bologna - Crotone
14:00 Milan - Fiorentina (Stöđ 2 Sport 2)
17:00 Cagliari - Spezia
19:45 Napoli - Roma (Stöđ 2 Sport 4)