lau 28.nóv 2020
Leeds átt 87 skot gegn Aston Villa, Arsenal, Everton og Man City
Leeds gerði markalaust jafntefli við Arsenal um síðustu helgi.
Leeds er að sanna sig sem eitt skemmtilegasta lið ensku úrvalsdeildarinnar.

Nýliðarnir unnu góðan sigur á Everton í deildinni í dag. Bæði lið fengu fullt af færum en það var Leeds sem skoraði eina markið á 79. mínútu. Það gerði Raphinha með góðu skoti.

Leeds átti 23 skot að marki í leiknum, en liðið hefur átt 87 skottilraunir í fjórum leikjum gegn Aston Villa, Arsenal, Everton og Manchester City. Fjölmiðlamaðurinn Adam Crafton segir frá þessu á Twitter.

Arsenal og Man City voru fyrir fram talin tvö af sex sterkustu liðum deildarinnar. Villa og Everton eru í sjötta og sjöunda sæti deildarinnar sem stendur.

Leeds vann bæði Villa og Everton á útivelli, en gerði jafntefli við Arsenal og City á heimavelli. Marcelo Bielsa, stjóri Leeds, hefði örugglega viljað sjá liðið nýta færin betur, þá sérstaklega á móti Arsenal þar sem leikar enduðu 0-0.

Leeds, sem leggur ekki rútunni í leikjum, er í 11. sæti með 14 stig úr tíu leikjum.