lau 28.nóv 2020
Jökull ţakkar fyrir sig - Í miklum metum hjá stuđningsmönnum
Jökull Andrésson varđi í dag mark Exeter í síđasta sinn.

Hann hefur veriđ á neyđarláni hjá félaginu frá Reading. Markvarđarvesen hefur veriđ hjá Exeter en ađalmarkvörđur liđsins er orđinn heill heilsu og ţví er ekki hćgt ađ framlengja lániđ.

Jökull lék alls níu leiki međ Exeter og unnust fimm ţeirra, jafnteflin voru ţrjú og ađeins eitt tap. Jökull er nítján ára gamall.

Hann ţakkar fyrir tíma sinn hjá Exeter, sem er í D-deildinni á Englandi, međ fćrslu á Twitter.

„Ég vil ţakka knattspyrnustjóranum, öllu starfsfólkinu og öllum leikmönnunum fyrir dásamlegan tíma. Ég vil líka ţakka stuđningsmönnunum fyrir öll fallegu skilabođin. Ég gćti ekki veriđ ánćgđari međ ađ enda á risastórum sigri," skrifađi Jökull og óskađi hann Exeter alls hins besta í framtíđinni.

Jökull var í marki Exter í dag ţegar liđiđ vann óvćntan sigur á Gillingham í enska bikarnum. Ţađ var kveđjuleikur hans hjá félaginu.

Miđađ viđ svörin sem Jökull hefur fengiđ viđ fćrslu sinni, ţá er ljóst ađ hann er í miklum metum hjá stuđningsmönnum Exeter.