lau 28.nóv 2020
[email protected]
Ancelotti gráti næst þegar klappað var fyrir Maradona
 |
Carlo Ancelotti. |
Það var tilfinningaþrungin stund fyrir Carlo Ancelotti þegar klappað var í mínútu til minningar um Diego Maradona, fyrir leik Everton og Leeds í ensku úrvalsdeildinni.
Argentínska goðsögnin Maradona lést í vikunni. Hann fékk hjartaáfall á heimili sínu. Maradona er einn besti, ef ekki besti, fótboltamaður allra tíma og var ótrúlegur karakter.
Ancelotti og Maradona mættust oft í ítalska boltanum þegar Maradona var leikmaður Napoli og Ancelotti leikmaður AC Milan og Roma.
Ancelotti, sem er í dag stjóri Everton, talaði um Maradona í vikunni og sagði þá: „Hann var andstæðingur, en svo varð hann vinur. Hann var með ótrúleg gæði og hann var besti leikmaður sem ég spilaði nokkurn tímann á móti."
|