mán 30.nóv 2020
Ítalía í dag - Báðir leikirnir sýndir beint
Það er mikil pressa á Marco Giampaolo.
Stöð 2 Sport 2 mun sýna beint frá báðum leikjum dagsins í ítalska boltanum.

Marco Giampaolo og lærisveinar hans í Torino taka á móti Sampdoria, fyrrum vinnuveitendum Giampaolo, í fyrri leik kvöldsins.

Claudio Ranieri hefur gert fína hluti með Samp og er hægt að búast við hörkuleik í dag. Samp er með 10 stig eftir 8 umferðir á meðan Torino hefur farið hægt af stað og er aðeins með fimm stig.

Genoa mætir svo Parma í fallbaráttuleik. Parma er með sex stig og Genoa fimm.

Leikir dagsins:
17:30 Torino - Sampdoria (Stöð 2 Sport 2)
19:45 Genoa - Parma (Stöð 2 Sport 2)