mán 30.nóv 2020
[email protected]
England í dag - Leicester getur jafnað toppliðin
Það eru tveir úrvalsdeildarleikir sem fara fram í kvöld eftir að átta leikir voru spilaðir yfir helgina.
Leicester tekur á móti nýliðum Fulham og geta lærisveinar Brendan Rodgers jafnað Tottenham og Liverpool á toppi úrvalsdeildarinnar með sigri.
Fulham er í næstneðsta sæti með fjögur stig eftir níu umferðir.
West Ham og Aston Villa eigast svo við í áhugaverðum slag. Aðeins eitt stig skilur liðin að um miðja deild en Villa á leik til góða.
Hamrarnir eru búnir að vinna tvo leiki í röð á meðan Villa er búið að tapa þremur af síðustu fjórum.
Leikir dagsins: 17:30 Leicester - Fulham (Síminn Sport) 20:00 West Ham - Aston Villa (Síminn Sport)
|