mán 30.nóv 2020
[email protected]
Coutinho farinn að sýna betri hliðar með Barca
 |
Philippe Coutinho. |
Það hafa verið margar neikvæðar fréttir að koma frá Barcelona að undanförnu en það má líka finna ljósa punkta.
Í Meistaradeildinni hefur allt gengið að óskum hjá liðinu og í gær vannst 4-0 sigur gegn Osasuna á Nývangi.
Brasilíumaðurinn Philippe Coutinho byrjaði leikinn í gær og skoraði. Hann byrjaði líka gegn Dynamo Kiev í Meistaradeildinni fimm dögum áður.
Mundu Deportivo hrósar Coutinho og segir að hann sé loksins farinn að sýna sínar bestu hliðar. Hann hafi verið síógnandi í leiknum í gær.
Markið var hans þriðja á tímabilinu en áður hafði hann skorað gegn Ferencvaros og Sevilla.
Coutinho hafði nýlega snúið aftur eftir að hafa misst af fjórum leikjum vegna meiðsla í læri. Hann kom til Barcelona frá Liverpool í janúar 2018 en hefur ekki náð að standa undir væntingum og var lánaður til Bayern München á síðasta tímabili.
Kannski eru bjartari tímar framundan hjá Coutinho?
|