þri 01.des 2020
Fyrst kvenna til að dæma í riðlakeppni Meistaradeildarinnar
Stephanie Frappart mun fyrst kvenna dæma í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í karlaflokki þegar hún dæmir leik Juventus og Dynamo Kiev á morgun.

Hin franska Frappart dæmdi leik Liverpool og Chelsea í úrslitum Ofurbikarsins árið 2019 og í síðasta mánuði dæmdi hún leik Leicester og Zorya Luhansk í Evrópudeildinni.

Hún hefur einnig dæmt í úrvalsdeild karla í Frakklandi síðan árið 2019.

Frappart er 36 ára gömul en í fyrra dæmdi hún leik Hollands og Bandaríkjanna í úrslitaleik HM kvenna.

Í síðasta mánuði dæmdi hún leik Íslands og Svíþjóðar í undankeppni EM kvenna.