mið 02.des 2020
Yfir þúsund áhorfendur leyfðir á bikarúrslitunum í Færeyjum
Á laugardaginn verður bikarúrslitaleikurinn í Færeyjum en þetta árið mætast HB og Víkingur frá Götu.

HB varð bikarmeistari í fyrra, undir stjórn Heimis Guðjónssonar.

Takmarkað magn miða verður til sölu vegna sóttvarnareglna vegna Covid-19 faraldursins en Færeyingum hefur vegnað vel að berjast við veiruna.

Alls verða 1.100 áhorfendur leyfðir á Þórsvelli, þjóðarleikvangnum í Þórshöfn.

HB endurheimti Færeyjameistaratitilinn í ár.